Útlán

Safnið er opið öllum. Lánsrétt hafa þeir sem skráðir eru með lögheimili á Íslandi og íslenska kennitölu, 18 ára og eldri. Rit Íslandssafns eru ekki til útláns en aðgengileg öllum til lestrar í lessal á 1. hæð. Erlendir ríkisborgarar, sem eru staddir hérlendis tímabundið og vilja nota safnið í rannsóknarskyni, geta sótt um skammtímaskírteini. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu útlánadeildar.

Bókasafnsskírteini

Lánþegar fá bókasafnsskírteini gegn framvísun skilríkja með mynd og kennitölu (sjá gjaldskrá). Skírteinið má endurnýja að ári liðnu sé lánþegi skuldlaus við safnið. Nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands fær bókasafnsskírteini sér að kostnaðarlausu.

Ábyrgð

Lánþegi ber fulla ábyrgð á þeim ritum, sem hann fær að láni í safninu. Lán skírteinis til annarra er því á ábyrgð skírteinishafa. Þegar rit eru komin í vanskil leggjast á sektir eftir ákveðnum reglum (sjá gjaldskrá).

Vanskil

Skömmu áður en útlánstími rennur út er send áminning í tölvupósti um að skiladagur nálgist. Notendur geta endurnýjað lán sín sjálfir á Mínum síðum með innskráningu á leitir.is. Einnig má hafa samband við bókasafnið og óska eftir endurnýjun. Ef útlán er hvorki endurnýjað né bók skilað áður en lánstíminn rennur út er send tilkynning um vanskil. Virði lánþegi ekki útlánstíma og sinni hann ekki ítrekuðum áminningum er viðkomandi settur í útlánabann þar til útistandandi gögnum hefur verið skilað. Aðhafist lánþegi ekkert er mál hans sent til Motus innheimtuþjónustu.

Yfirlit útlána

Á Mínum síðum á leitir.is geta notendur endurnýjað lán sín sjálfir, og skoðað skuldastöðu og önnur viðskipti sín við safnið. Til þess að nota Mínar síður þurfa notendur að slá inn í kennitölu og lykilorð sem fylgir bókasafnsskírteini. Einnig má hafa samband við útlánadeild vegna endurnýjana lána.