Allir einstaklingar 18 ára og eldri, með lögheimili á Íslandi og íslenska kennitölu, geta tekið bækur að láni hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.
Bókasafnsskírteini eru afgreidd í þjónustuborði á 2. hæð gegn framvísun skilríkja með mynd og kennitölu. Bókasafnsskírteini er innifalið í skólagjöldum nemenda við Háskóla Íslands og starfsmenn HÍ fá skírteini án endurgjalds, aðrir greiða árgjald samkvæmt gjaldskrá.
Lánþegar velja sér lykilorð á lbs.leitir.is. Lykilorðið er notað til að skrá sig á „mínar síður“ á lbs.leitir.is. Þegar lánþegi hefur skráð sig getur hann endurnýjað efni, skoðað útlánasögu sína og tekið frá efni. Nánar á lbs.leitir.is.
Bækur og annað efni er lánað út í þjónustuborðum á 2. og 4. hæð. Á 2. hæð er einnig sjálfsafgreiðsluvél. Lánstími er yfirleitt 30 dagar. Sumt efni er lánað skemur, t.d. efni í námsbókasafni, en það er staðsett er á 4. hæð. Kennarar við Háskóla Íslands geta beðið um að efni í námsbókasafni sé einungis til afnota á safninu eða lánað í einn til sjö daga. Kvikmyndir eru lánaðar í þrjá daga. Ef efni er ekki til í safninu er hægt að panta það frá öðru bókasafni í millisafnaláni gegn gjaldi. Nemendur og starfsmenn HÍ fá 50% afslátt af þessari þjónustu. Öllum gögnum í útláni skal skila í þjónustuborði á 2. hæð.
Hægt er að endurnýja lán allt að sex sinnum ef annar lánþegi bíður ekki eftir efninu. Með innskráningu á lbs.leitir.is geta lánþegar endurnýjað lán sín. Nánar á lbs.leitir.is.
Til þess að taka frá efni, þarf lánþegi að vera skráður inn á lbs.leitir.is með lykilorði sínu. Nánar á lbs.leitir.is.
Áminning um skiladag er að jafnaði send á netfang lánþega. Það er þó alfarið á ábyrgð lánþega að gögnum sé skilað á réttum tíma. Ef gögnum er skilað eftir að útlánstími rennur út eru greiddar dagsektir samkvæmt gjaldskrá. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn sendir innköllunarbréf tvisvar sinnum eftir skiladag. Ef sú innköllun ber ekki árangur fara gögn í innheimtu hjá Motus.
Bókasafnsskírteini eru gefin út á einstakling og ber eigandi skírteinis fulla ábyrgð á þeim gögnum sem hann fær að láni. Glatist eða skemmist safnefni í vörslu lánþega þarf hann að greiða andvirði þess.
Frekari upplýsingar í síma 525 5681 eða á utlan (hja) landsbokasafn.is
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.