Veitingastofa

Veitingastofa er á 2. hæð í Þjóðarbókhlöðu og rúmar hún um hundrað manns. Í veitingastofunni er fjölbreytt úrval veitinga. Í boði er ýmis þjónusta, svo sem kaffi eða hádegisverður á fundarstað, síðdegisboð og/eða matarveisla í fundarlok.

Mánudagur Blómkálssúpa. 890.-
Grænmetisbuff með sætkartöflu salati. 1490.-
Þriðjudagur Lauksúpa. 890.-
Langa með tómat, hvítlauk, ólífum og sítrónu. 1890.-
Miðvikudagur Tómatsúpa. 890.-
Cesar salat með kjúkling og brauðteningum. 1490.-
Fimmtudagur Minestronesúpa. 890.-
Kjúklingabringa á rótargrænmeti með rósmarin sósu. 2990.-
Föstudagur Karry kókossúpa. 890.-
Pitsa með skinku, sveppum og grillaðri papriku. 1490.-

Veitingastofa Landsbókasafns leitast við að vinna allt hráefni á staðnum. Brauð er bakað daglega úr hágæðahráefni. Hveiti, spelt og haframjöl er uppistaða brauðsins. Ferskt ger er notað og enginn sykur er í brauðinu. Súpurnar eru að uppistöðu mauksúpur og lagaðar úr fersku grænmeti. Engin kjöt-, fisk- eða mjólkurafurð er notuð í súpurnar.

Samlokur eru smurðar daglega og á þeim er eingöngu notast við ferst og gott hráefni. Nærri allar kökur eru bakaðar á staðnum og er notast við gamlar íslenskar uppskriftir í grunninn.

Fiskur og kjöt koma í hús fersk og mikið eftirlit er með kjötvöru, áleggi og fiski til að tryggja að um úrvalshráefni sé að ræða. Boðið er upp á rétt dagsins alla virka daga, ýmist kjöt-, grænmetis- eða fiskrétt.

Ægir Finnbogason sér um rekstur veitingastofunnar sem og mötuneyti starfsfólks. Hann er matreiðslumeistari að mennt og hefur meðal annars starfað á Jónatan Livingston mávi, REX og Hótel Holti.

Nánari upplýsingar veitir Ægir Finnbogason matreiðslumeistari, aegirf (hjá) landsbokasafn.is, sími: 5255660.

Netspjall