Útgáfa

Safnið hefur í gegnum tíðina staðið að nokkrum útgáfum í tengslum við viðburði og sýningar sem settar eru upp í Þjóðarbókhlöðu. Tímaritið Ritmennt var gefið út árlega til ársins 2006 þegar útgáfu þess var hætt. Hægt er að kaupa eldri árganga hjá safninu.

Ritröð

Innleiðing RDA skráningarreglna á Íslandi : 1. janúar 2015 – 20. maí 2016, skýrsla, október 2016. (PDF - 5 Mb)

Stafræn menning : niðurstöður Enumerate-könnunarinnar á stafrænu efni menningarstofnana 2014, skýrsla, mars 2015. (PDF - 2,3 Mb)

Útgáfur

Ritmennt: ársrit Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns var tímarit sem tók við af Árbókinni og kom út frá 1996 til 2005. Hægt er að nálgast ritið á Tímarit.is hér. Enn er hægt að kaupa eintök af ritinu hjá safninu.

Árbók Landsbókasafns Íslands kom út árlega frá 1945 til 1994. Hægt er að nálgast árbækurnar á vefnum Tímarit.is, fyrri röð hér (1945-1975) og síðari röð hér (1975-1994).

#

Galdrakver

Útgáfa með myndum og textum gefin út í tilefni af 10 ára afmæli safnsins 2004

Verð kr. 5.900

#

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar

Viðhafnarútgáfa ljósprentaðs eiginhandarrits Hallgríms Péturssonar

Verð kr. 9.800

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall