Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn hlýtur jafnlaunavottun

30.04.2019

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn fékk þann 24. apríl síðastliðinn heimild Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið.

Formleg úttekt á jafnlaunakerfi safnsins var framkvæmd í mars 2019 af Vottun hf.. Jafnlaunavottunin er staðfesting á að safnið starfræki launakerfi sem stenst kröfur jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012. Heimild Vottunar hf. gildir til 10. apríl 2022.
Jafnlaunakerfi  Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn nær til allra starfsmanna safnsins og felur í sér faglega úttekt á launum starfsfólks, starfaflokkun auk annarra þátta sem hafa áhrif á kjör karla og kvenna.
Meginmarkmið jafnlaunavottunar er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn er stolt af því að hafa hlotið jafnlaunavottun og vera handhafi jafnlaunamerkisins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall