Kynning á sögu, hlutverki, safnkosti og skipulagi. Reynt er að sérsníða kynningar að óskum einstakra hópa.
DOI númer fyrir greinar í íslenskum vísindatímaritum.
Sérfræðingar í upplýsingaþjónustu bjóða upp á fjölbreytta fræðslu og kynningar. Deildir eða kennarar HÍ geta beðið um fræðslu fyrir nemendur sína.
Starfsfólk millisafnalána ljósritar greinar/bókarkafla úr ritum safnsins gegn gjaldi. Ekki þarf að hafa bókasafnsskírteini til að nýta sér þessa þjónustu.
Gögn eru sótt í geymslur handritasafns tvisvar á dag. Beiðnir þurfa að liggja fyrir kl. 9:30 og 13:30.
Sérfræðingar í upplýsingaþjónustu framkvæma heimildaleit gegn gjaldi. Þessi þjónusta er ekki hugsuð fyrir nemendur. Nemendum HÍ stendur til boða leiðsögn í heimildaleit.
Nemendum HÍ stendur til boða stutt leiðsögn í heimildaleit. Miðað er við að leiðsögnin taki 30-45 mínútur og eru nemendur hvattir til að undirbúa sig vel svo tíminn nýtist sem best.
Rit eru sótt í geymslur safnsins til að lána inn á lessal á 1. hæð.
Umsókn um alþjóðlegu bóka-, tímarits- eða nótnanúmerin.
Umsókn um alþjóðlega bókanúmerið fyrir doktorsritgerð.
Fyrirlestrasalurinn Lón er á 2. hæð og þar eru 80 sæti.
Kennslustofan Sel er á 3. hæð og þar eru 24 sæti.
Fræðimenn, háskólanemar í framhaldsnámi sem vinna að lokaverkefni og aðrir sem vinna að ákveðnu rannsóknarverkefni geta sótt um að taka lesherbergi á leigu. Lesherbergin eru leigð til mánaðar í senn.
Hægt er að panta rit úr geymslum safnsins.
Safnið sér um innkaup á ritum fyrir Háskóla Íslands samkvæmt óskum kennara. Nemendur, fræðimenn og aðrir notendur safnsins geta komið með uppástungur um ritakaup.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Okkur er umhugað um persónuvernd