Húsreglur
Aðstaða
- Á 2. hæð er aðstaða fyrir einstaklinga og hópa. Lágvær samtöl eru leyfð en engin símtöl.
- Á 1., 3. og 4. hæð ríkir algjört næði og þögn.
- Óheimilt er að taka frá lesborð. Standi lesborð ónotað í klukkustund eða lengur er starfsfólki heimilt að rýma borðið.
- Samkvæmt samningi við Háskóla Íslands hafa nemendur hans forgang að merktum lesborðum á 3. og 4. hæð á prófatíma.
- Gestir eru minntir á að gæta að eigum sínum. Engin ábyrgð er tekin á eigum þeirra.
Umgengni
- Ganga skal vel um bókasafnið, fylgja húsreglum og sýna tillitsemi.
- Neysla matar er aðeins heimil í veitinga- og nestisaðstöðu á 2. hæð.
Gestir skulu skilja við borð hrein og snyrtileg.
- Leyfilegt er að vera með drykki í lokuðum ílátum í lesrýmum á 2., 3. og 4. hæð.
- Reykingar þ.m.t. rafrettur eru óheimilar á safninu, sem og öll meðferð áfengis og vímuefna.
Öryggi
- Safnið á að vera öruggur staður fyrir gesti og starfsfólk.
- Sýna skal gestum og starfsfólki kurteisi og tillitsemi.
- Áreitni eða ofbeldisfull hegðun í garð gesta og/eða starfsfólks er ekki liðin og getur varðað brottvísun.
Heimilt er að vísa frá þeim sem fara ekki eftir húsreglum safnsins.