Húsreglur

Bókasafnið er opið öllum sem fara eftir reglum þessum.

  • Safngestir eru hvattir til að ganga vel um bókasafnið, fylgja almennum umgengnisreglum og sýna öðrum gestum tillitssemi.

  • Neysla matar og drykkja er óheimil utan veitingastofu og nestisaðstöðu á 2. hæð.

  • Leyfilegt er að vera með vatn í lokuðum ílátum í lesrýmunum á 2., 3. og 4. hæð.

  • Á 1., 3. og 4. hæð á að ríkja algjört næði. Engin símtöl, engin samtöl.

  • Óheimilt er að taka frá lesborð. Standi lesborð ónotað í klukkustund eða lengur er starfsfólki heimilt að rýma borðið.

  • Samkvæmt samningi við Háskóla Íslands hafa stúdentar HÍ forgang að merktum lesborðum á 3. og 4. hæð á prófatímum.

  • Ekki læsa óskráð gögn inni í lesherbergjum eða geymsluskápum. Skráið gögn í lán á nafn ykkar.

  • Hengið ekki fatnað á veikbyggðar gluggahlífar safnsins. Notið stólbök eða fatahengi á 2. hæð.

  • Reykingar eru óheimilar í bókasafninu, einnig rafrettur.

  • Meðferð áfengis er með öllu óheimil í bókasafninu.

Starfsfólki er heimilt að vísa frá þeim sem virða ekki húsreglur, trufla aðra gesti og valda ónæði.

Samþykkt í framkvæmdaráði 8. október 2018.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall