Selma Jónsdóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Í tilefni af aldarminningu Selmu Jónsdóttur (22. ágúst 1917 – 5. júlí 1987) hefur Kvennasögusafn Íslands sett upp örsýningu í safninu sem opnuð var á fæðingardegi Selmu, 22. ágúst.

Selma var fyrsti Íslendingurinn til að ljúka prófi í listfræði og fyrsta konan sem hlaut doktorsnafnbót frá Háskóla Íslands.

Sérsvið Selmu var miðaldalist og á því sviði vann hún mikið brautryðjendaverk. Selma varði doktorsritgerð sína við Háskóla Íslands þann 16. janúar 1960. Í ritgerðinni sýndi hún fram á að útskornar fjalir úr Flatatungu hefðu upprunalega verið hluti af dómsdagsmynd í býsönskum stíl frá miðöldum. Almenna bókafélagið gaf ritgerðina út, bæði á íslensku og ensku.

Skjalasafn Selmu er varðveitt á Héraðsskjalasafni Borgarfjarðar og inniheldur meðal annars vinnugögn hennar sem og bréfasafn og hefur Safnahús Borgarfjarðar góðfúslega lánað gögn á sýninguna í Þjóðarbókhlöðu.

Eftirtaldir aðilar hafa samstarf um að minnast Dr. Selmu á afmælisárinu: Kvennasögusafn Íslands, Landsbókasafn Íslands–Háskólabókasafn, Listasafn Íslands, Listfræðafélag Íslands, Safnahús Borgarfjarðar og Þjóðminjasafn Íslands.

Upplýsingar um alla viðburði samstarfsaðila í tengslum við aldarminningu Selmu má finna á heimasíðu Kvennasögusafns: www.kvennasogusafn.is.

Sýningin stendur til 26. febrúar 2018.

Sýningarskrá

Spjald

Rakel Adolphsdóttir segir hér frá sýningunni.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Að vera kjur eða fara burt?

Að vera kjur eða fara burt?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bókamessa í Prag

Bókamessa í Prag

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
„Vér heilsum glaðar framtíðinni“

„Vér heilsum glaðar framtíðinni“

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar