Leitin að klaustrunum - Viðurkenning Hagþenkis 2017
Sýning í Þjóðarbókhlöðu


Viðurkenning Hagþenkis var veitt þann 28. febrúar í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn en hana hlaut Steinunn Kristjánsdóttir fyrir ritið Leitin að klaustrunum – klausturhald á Íslandi í fimm aldir sem Sögufélag og Þjóðminjasafn Íslands gáfu út. Í ályktunarorðum viðurkenningaráðsins sagði um ritið: Umfangsmikil og vel útfærð rannsókn sem varpar nýju ljósi á sögu klausturhalds á Íslandi. Frásagnarstíll höfundar gefur verkinu aukið gildi. Sverrir Guðjónsson flutti tónlist við athöfnina. Af þessu tilefni hefur verið sett upp lítil sýning þar sem má sjá m.a. dagbækur Steinunnar, múrskeið og líkneski af heilagri Dóróteu sem fannst á klausturstæðinu í Viðey 1987. Sýningin stendur til 10. september.