"En tíminn skundaði burt" - Guðrún Lárusdóttir

Guðrún Lárusdóttir - 80 ára ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýning um Guðrúnu Lárusdóttur var opnuð í Þjóðarbókhlöðunni miðvikudaginn 9. maí 2018. 

Guðrún Lárusdóttir fæddist á Valþjófsstað í Fljótsdal 8. janúar 1880. Guðrún hóf snemma að stunda ritstörf, var aðeins 15 ára þegar hún hóf útgáfu á Mínervu, handskrifuðu blaði. Á sama tíma mun hún hafa þýtt efni fyrir blaðið Framsókn á Seyðisfirði. Tvítug hafði hún þýtt úr dönsku Spádóma frelsarans og árið eftir kom út Tómas frændi, skáldsaga eftir Harriet Beecher Stowe, þýdd úr ensku. Hún var sískrifandi – skáldsögur fyrir ungmenni og fullorðna, smásögur fyrir börn og unglinga, þýddi efni og skrifaði í blöð og tímarit. Nokkrar bóka hennar og sagna voru þýdd m.a. á færeysku og dönsku. Skáldsögur Guðrúnar urðu tólf, sjö af þeim í bókarformi, hinar sem framhaldssögur í blöð. Ritsafn með ýmsum verkum Guðrúnar var gefið út 1949, Lárus Sigurbjörnsson, elsti sonur Guðrúnar, bjó það til prentunar. Á heimleið er ein þekktasta bók hennar og gerði Lárus að hennar ósk, leikgerð af verkinu 1939 og var það sett upp hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1940. Guðrún var kosin alþingismaður árið 1930 og sat á þingi þegar hún lést aðeins 58 ára að aldri í bílslysi 20. ágúst 1938. Bifreið sem hún var farþegi í lenti í Tungufljóti og drukknaði hún ásamt tveim yngstu dætrum sínum.

Málfríður Finnbogadóttir er höfundur sýningarinnar. Sýningin er á dagskrá fullveldisafmælisins og stóð til 4. mars 2019.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Málfríður Finnbogadóttir segir hér frá Guðrúnu Lárusdóttur.

Málfríður Finnbogadóttir gengur um sýninguna og segir frá einstökum þáttum hennar. 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Þjóðleikhúsið 70 ára

Þjóðleikhúsið 70 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Thorbjørn Egner í 100 ár (lokið)

Thorbjørn Egner í 100 ár (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Arfur aldanna I-II

Arfur aldanna I-II

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar