Þjóðleikhúsið 70 ára

Örsýning í Íslandssafni með teikningum og kortum eftir Thorbjörn Egner

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

07.05.2020 - 04.10.2020

Í ár eru liðin 70 ár frá vígslu Þjóðleikhússins sem bar upp á sumardaginn fyrsta þann 20. apríl 1950, og markaði sá dagur sannarlega tímamót í íslenskri sögu og menningu. Afmælissýning þess í ár er hið vinsæla leikverk Kardemommubærinn eftir norska leikrita- og söngvaskáldið Thorbjörn Egner (1912–1990) og er hún helguð 70 ára sögu barnasýninga í Þjóðleikhúsinu. Verkið var frumsýnt á Stóra sviðinu árið 1960 og er nú sett upp í sjötta sinn.

Í tilefni afmælisins stendur nú yfir örsýning í Íslandssafni með teikningum og kortum eftir Thorbjörn Egner, sem jafnframt er kjörgripur maímánaðar í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Teikningarnar tilheyra tveimur einkaskjalasöfnum Leikminjasafns sem eru í vörslu Landsbókasafns. Annars vegar safni Klemenzar Jónssonar leikara og leikstjóra (1920–2002), á safnmarkinu Lbs 2019/57, og hins vegar safni Lárusar Ingólfssonar leikara og leikmynda- og búningateiknara (1905–1981), á safnmarkinu Lbs 2019/58.

Sýningin stendur til 4. október 2020.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Michel Butor og vinir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar