Jón Múli Árnason – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

31.03.2021 - 23.08.2021

Jón Múli Árnason (1921-2002) var þjóðþekktur fyrir störf sín sem útvarpsmaður og lagahöfundur. Hann samdi fjölmörg dægurlög sem lifa með þjóðinni og er í hópi ástsælustu tónskálda þjóðarinnar. Jón Múli samdi ýmsa söngleiki og revíur í félagi við Jónas bróður sinn og voru flestir söngdansar hans samdir fyrir revíur þeirra bræðra. Í tilefni því að 100 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Múla hefur verið sett upp sýning í safninu í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp sem stendur að Múlastofu. Af þessu tilefni hefur fjölskylda Jóns Múla afhent safninu ýmis skjöl úr hans fórum og á sýningunni má sjá fjölbreytt úrval efnis frá hans ferli.

Sýningin stendur til 16. ágúst.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld Múlastofu

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fortíðarraddir

Fortíðarraddir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Edda II - Líf guðanna eftir Jón Leifs

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar