Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2021

Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

18.05.2022 - 18.09.2022

Ljóðabókaverðlaunin Maístjarnan voru afhent í Þjóðarbókhlöðunni miðvikudaginn 18. maí 2022. Rithöfundasamband Íslands stendur að verðlaununum ásamt Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2021 hlýtur Haukur Ingvarsson fyrir bókina Menn sem elska menn.

Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir:

„Í Menn sem elska menn yrkir Haukur Ingvarsson um þunga kroppa og sviflétta anda, um þyngdarkraft alheimsins, kærleikann, sem leggur bönd á efnin og heldur sólum á brautu. Með snjöllu myndmáli skyggnist skáldið um heim allan frá myrku dýpi sjávar til óravídda himingeimsins en hugleiðingar um fótspor á örþunnri skurn yfir djúpinu vekur grun um yfirborð sem getur brostið hvenær sem er. Í ljóðunum birtist þéttur vefur tilvísana til íslenskra bókmennta gegnum aldirnar sem víkkar út merkingarsvið þeirra. Áleitnustu viðfangsefnin og markviss tákn bókarinnar varða ástina, vináttuna og karlmennskuna. Skáldið hvetur okkur til að kafa í ómælisdjúp orða og kennda og eiga stefnumót í anda. Menn sem elska menn er bók sem kallar á endurtekinn lestur og launar þeim sem sinna því kalli ríkulega.“

Sýning á verðlaunabókinni og fyrri verkum höfundar var opnuð af þessu tilefni.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Kveisustrengur

Kveisustrengur

Sýning í Safnahúsi

Sjá nánar
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólin koma -  Idą święta

Jólin koma - Idą święta

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Hringurinn 120 ára

Hringurinn 120 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar