Ingólfur Guðbrandsson

Frumkvöðull í tónlistaruppeldi og kórsöng, stofnandi og stjórnandi Pólýfónkórsins

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

06.03.2023 - 01.10.2023

Þann 6. mars 2023 var opnuð sýning í safninu um frumkvöðulsstarf Ingólfs Guðbrandssonar á sviði tónlistar en þann dag voru 100 ár frá fæðingu hans. Afkomendur Ingólfs og Pólýfónfélagið afhentu gögn til Tónlistarsafnsins af þessu tilefni.

Ingólfur Guðbrandsson var frumkvöðull í tónlistaruppeldi og kórsöng. Hann var kennari við Laugarnesskólann frá 1943 til 1957. Hann kom á þeirri hefð sem enn ríkir í Laugarnesskóla að allir nemend­ur komi saman í morgunsöng. Árið 1956 var hann skipaður námsstjóri í tónlist af menntamálaráðherra. Hann gaf út bókina Fimmtíu fyrstu söngvar og tók að sér skólastjórn í Barnamkúskskólanum. Árið 1957 stofnaði hann Pólýfónkórinn sem starfaði í þrjá áratugi og var með tónleika bæði innanlands sem utan. Sýningin stendur til 1. október.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Að vera kjur eða fara burt?

Að vera kjur eða fara burt?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Smekkleysa 30 ára

Smekkleysa 30 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Páll Björnsson - 400 ára minning

Páll Björnsson - 400 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar