Ingólfur Guðbrandsson

Frumkvöðull í tónlistaruppeldi og kórsöng, stofnandi og stjórnandi Pólýfónkórsins

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

06.03.2023 - 08.10.2023

Þann 6. mars 2023 var opnuð sýning í safninu um frumkvöðulsstarf Ingólfs Guðbrandssonar á sviði tónlistar en þann dag voru 100 ár frá fæðingu hans. Afkomendur Ingólfs og Pólýfónfélagið afhentu gögn til Tónlistarsafnsins af þessu tilefni.

Ingólfur Guðbrandsson var frumkvöðull í tónlistaruppeldi og kórsöng. Hann var kennari við Laugarnesskólann frá 1943 til 1957. Hann kom á þeirri hefð sem enn ríkir í Laugarnesskóla að allir nemend­ur komi saman í morgunsöng. Árið 1956 var hann skipaður námsstjóri í tónlist af menntamálaráðherra. Hann gaf út bókina Fimmtíu fyrstu söngvar og tók að sér skólastjórn í Barnamkúskskólanum. Árið 1957 stofnaði hann Pólýfónkórinn sem starfaði í þrjá áratugi og var með tónleika bæði innanlands sem utan. Sýningin stendur til 1. október.

Sýningarskrá

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Kerguelen á Íslandi 1767 og 1768

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2021

Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2021

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Tryggvi Magnússon og skjaldarmerkið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar