Íslenskar myndasögur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

11.05.2023 - 01.10.2023

Í dag er mikil gróska í heimi íslenskra mynda­sagna. Íslenska myndasögusamfélagið var stofnað haustið 2019 til að efla menningu og iðnað mynda­sagna á Íslandi. Félagið heldur ýmsa menningarlega viðburði tengda myndasögum, heldur regluleg námskeið og vinnustofur tengd mynda­sagnagerð og styður við framleiðslu og útgáfu myndasagna á Íslandi. Þessi sýning er liður í samstarfi Landsbókasafns og ÍMS til að efla tengslin við þá höfunda og listamenn sem gefa út íslenskar mynda­sögur. Íslenska myndasögusamfélagið og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hvetja myndasöguhöfunda og útgefendur mynda­sagna til að koma með útgáfur sínar til safnsins.

Sýningarskrá

Nánar má fræðast um íslenskar myndasögur hér:

Halldór Carlsson: Íslenskar myndasögur.

Inga María Brynjólfsdóttir: „Íslenska myndasagan. “ Gisp! nr. 9, 2005.

Íslenskar myndasögur á Wikipedia.org.

Jón Karl Helgason: „Rætur íslenskrar myndasagnaútgáfu“

Ólafur J. Engilbertsson: „Upphaf íslenskrar myndasagnagerðar. “ Gisp! nr. 9, 2005.

Úlfhildur Dagsdóttir: Myndasagan: Hetjur, skrýmsl og skattborgarar.  Froskur, 2014.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Þjóðleikhúsið 70 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Fyrsta íslenska LP platan 1956 og þróun íslenskra hljómplatna

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
dadadieterdúr

dadadieterdúr

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar