Lothar Grund 1923-2023 | 100 ár

Leikmyndagerð á Íslandi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

02.11.2023 - 01.04.2024

Lothar Grund fæddist í Schwerin í Þýskalandi 22. október 1923. Árið 1950 fluttist hann til Íslands þar sem hann kynntist hann Önnu Þorbjörgu Halldórsdóttur leikkonu. Þau giftu sig 25. júlí 1952 og eignuðust þrjá syni: Pétur Adolf Garðar, Atla Halldór og Alfreð. Fjölskyldan flutti til Þýskalands í lok fimmta áratugarins og settist að í Hamborg. Lothar lést 15. nóvember 1995. Frá 1951 til 1958 vann Lothar að meira en fimmtíu leiksýningum á Íslandi. Þær voru af öllum stærðum og gerðum, fyrir ýmis leikfélög, bæði áhugamanna og atvinnumanna. Metnaður hans, reynsla og listfengi hafði ómæld áhrif á íslenska leikmynda- og búningahönnun. Einkaskjalasafn Lothars (LMÍ 2022/6) sem spannar starfstíma hans innan íslenskra sviðslista er varðveitt í Leikminjasafni Íslands. Safnið inniheldur meira en þrjú hundruð sviðs- og búningateikningar, einnig nokkrar teikningar og pappírsfígúrur fyrir Rínargullið eftir Richard Wagner, verkefni sem ekki var sviðsett á Íslandi. Í tilefni af aldarafmæli Lothars sýna Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Leikminjasafnið úrval teikninga hans og setja þær í samhengi við íslenska sviðslist á sjötta áratugnum. Þrjár sýningar sem settar hafa verið upp í Þjóðleikhúsinu munu njóta sérstakrar athygli enda með hans sérstæðustu verkum, þrátt fyrir að sýningarnar séu mjög ólíkar og að þær hafi fengið mjög ólík viðbrögð, jafnt áhorfenda sem leikhúsgagnrýnenda.

Sýningarskrá (með útdrætti á ensku og þýsku)

Sýningarspjöld

Afhending teikninga 2022

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Pappírsslóð rakin

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Thorbjørn Egner í 100 ár (lokið)

Thorbjørn Egner í 100 ár (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks 1772-2022 | 250 ár

Íslandsleiðangur Sir Joseph Banks 1772-2022 | 250 ár

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar