Andlit til sýnis

Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

14.05.2024 - 29.09.2024

Sýningin Andlit til sýnis: Íslendingar og aðrir á Kanarísafninu fjallar um hluta af viðfangsefni samnefndrar bókar Kristínar Loftsdóttur, sem Sögufélag gaf út árið 2023. Í bókinni er áhersla lögð á lítið safn með afsteypum sem voru gerðar á 19. öld af fólki frá mismunandi heimshlutum. Bókin er afrakstur rannsókna Kristínar sem nær til Kanaríeyja, meginlands Spánar og Frakklands og greinir þverþjóðleg tengsl sem urðu til með kynþáttavísindum. Anna Lísa Rúnarsdóttir er ritstjóri bókarinnar en Anna Lísa og Kristín eru sýningarstjórar þessarar sýningar. Rannsóknin á safninu á Kanaríeyjum er hluti af rannsóknarverkefninu Creating Europe through Racialized Mobilities (CERM), sem fjallar um ólíka þætti (ó)hreyfanleika í Evrópu, sérstaklega með tilliti til kynþáttafordóma og sambands fortíðar og nútíðar í Evrópu í tengslum við arfleifð heimsvaldastefnunnar.

Sýningarskrá

ENGLISH

ESPAÑOL

FRANÇAIS

POLSKI

 

 

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Bókagjöf Hermanns Kjartanssonar stærðfræðings

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Pappírsslóð rakin

Pappírsslóð rakin

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Arfur aldanna I-II

Arfur aldanna I-II

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar