Og kona hans
Sýning í Þjóðarbókhlöðu
10.02.20025 - 14.02.2025

Sýningin Og kona hans er á vegum Jafnréttisdaga í Háskóla Íslands og Kvennasögusafns Íslands í Landsbókasafni Íslands - Háskólabóksafni.
Sýningin er í anddyri Þjóðarbókhlöðu frá 10.–14. febrúar. Þar eru ljósmyndir úr safni Kvennasögusafns ásamt textaverkum og úrklippum.
Einnig verður flutt á sýningunni í hádeginu alla daga hljóðverkið Og kona hans eftir Eirík Stephensen og Margréti Kristínu Blöndal, en það er eitt fjögurra verka sem tilheyrðu hljóðinnsetningunni Hljóðrás dauðans sem sett var upp í Hólavallagarði dagana 19.–22. ágúst 2023.
Verkið er innblásið af hinni vel þekktu áletrun „…og kona hans“ – sem var algeng á legsteinum fyrr á tímum og var lýsandi fyrir stöðu kvenna. Verkið endar á útfararsálmi sem tileinkaður er körlum með eiginnöfn, ættarnöfn og starfsheiti… og konum þeirra.