Strá fyrir straumi - Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809-1871
Viðurkenning Hagþenkis 2024
Sýning í Þjóðarbókhlöðu
25.02.2025 - 28.09.2025

Viðurkenningu Hagþenkis 2024 hlaut Erla Hulda Halldórsdóttir fyrir ritið Strá fyrir straumi. Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809–1871. Útgefandi Bjartur.
Umsögn viðurkenningarráðs: Áhrifarík ævisaga sem varpar nýju ljósi á 19. öldina og veitir einstaka innsýn í heim kvenna. Byggir á ómetanlegum bréfum Sigríðar til bróður síns sem spanna hálfa öld.
Viðurkenningin var veitt við hátíðlega athöfn 25. febrúar í Þjóðarbókhlöðunni og um leið opnuð örsýning með skjölum sem tengjast ritinu.

