Bernska skálds í byrjun aldar (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýning helguð 110 ára fæðingardegi Halldórs Laxness var opnuð á degi bókarinnar 23. apríl síðastliðinn. Sýningin fjallar um æsku skáldsins og mótunarár.

Halldór var fæddur þann 23. apríl 1902 að Laugavegi 32 í Reykjavík. Þriggja ára gamall flutti hann ásamt foreldrum sínum að Laxnesi í Mosfellsdal þar sem hann sleit barnsskónum. Á þessari sýningu í Þjóðarbókhlöðunni er lögð áhersla á æsku
Halldórs Guðjónsonar frá Laxnesi. Sýndir eru munir, skjöl og bækur frá því að hann var barn í Mosfellssveit í upphafi tuttugustu aldar. Það má velta því fyrir sér hvaða áhrifavaldar urðu til þess að hann ákvað að gerast rithöfundur. Því verður
ekki svarað með þessari sýningu en reynt er að draga fram ýmsa þætti sem varpað geta einhverju ljósi á áhugasvið hans og hvað hann tók sér fyrir hendur sem barn í Laxnesi.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Þýðingar á frönsku og dönsku

Þýðingar á frönsku og dönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sigvaldi Kaldalóns

Sigvaldi Kaldalóns

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fyrsta íslenska LP platan 1956 og þróun íslenskra hljómplatna

Fyrsta íslenska LP platan 1956 og þróun íslenskra hljómplatna

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar