Vögguvísa verður til

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Elías Mar skrifaði Vögguvísu sumarið 1949, þá 25 ára gamall. Vögguvísa hefur þá sérstöðu að vera samtímasaga um unglinga í Reykjavík eftirstríðsáranna og þar er ekki sú togstreita á milli sveitar og borgar sem var svo algeng í skáldskap þess tíma. Annað sem einkennir Vögguvísu er að hún fjallar um rótlausa unglinga og notkun á slangurorðum er áberandi, en Elías rannsakaði tungutak reykvískra unglinga. Sagan hefst á innbroti aðfaranótt fimmtudags og henni lýkur á sunnudagskvöldi þegar sögupersónan Bambínó, fjórtán ára borgarbarn sem dregur nafn sitt af dægurlagi, liggur fyrir utan Sjálfstæðishúsið á Austurvelli. Sögur Elíasar hafa verið þýddar á eistnesku, esperanto, færeysku, norsku og þýsku.

Handrit Vögguvísu var afhent Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni ásamt öðrum handritum og gögnum Elíasar eftir lát hans 2007. Sýningin er hluti af lestrarhátíð í Reykjavík. Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO stendur fyrir málþingi tileinkuðu Vögguvísu í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 27. október í samstarfi við Landsbókasafn Íslands – Háskólabóksafn, Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Lesstofuna  og ReykjavíkurAkademíuna. Sjá nánar á www.bokmenntaborgin.is

Sýningarskrá

Spjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Pappírsslóð rakin

Pappírsslóð rakin

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2021

Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2021

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar