Sýning í tilefni af 150 ára afmæli útgáfunnar
Jón Árnason (1819-1888) tók saman og gaf út þjóðsagnasafnið Íslenskar þjóðsögur og ævintýri á árunum 1862-1864. Í fyrra bindinu eru sögur af álfum, tröllum, draugum og öðrum kynjaverum; af fjölkynngi, dýrum og náttúrufyrirbærum. Í seinna bindinu eru goðsögur, ævintýri, útlagasögur, hjátrú, frásagnir af raunverulegum atburðum og skopsögur. Bækurnar urðu strax mjög vinsælar og voru þýðingarmiklar í vaxandi þjóðerniskennd Íslendinga.
Sýning um þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar var opnuð 24. nóvember 2012 í Þjóðarbókhlöðu. Samstarfsaðilar Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns um sýninguna eru Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Þjóðminjasafn Íslands og Þjóðskjalasafn Íslands.