Utangarðs?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sumarsýning í Þjóðarbókhlöðu

Laug­ar­daginn 25. maí var opnuð í Þjóð­ar­bók­hlöðu sýn­ingin Utangarðs? sem fjallar um utangarðsfólk frá seinni hluta 18. aldar og fram á fyrstu ár 20. aldar og um samfélagsbreytingar á þessum tíma, lög og reglugerðir um flakk og ómagaframfærslu, búsetu og atvinnuhætti.

Veitt er innsýn í líf einstaklinga sem ekki pössuðu inn í það samfélag sem þeir tilheyrðu. Fjallað er um sérkenni utangarðsfólks og hvaða atvinnu það stundaði helst, þ.á.m. voru skáld, tónlistarmenn og leikarar. Miklar og hraðar þjóðfélags­breytingar höfðu í för með sér breytta stöðu þeirra sem lentu utangarðs við kjarnafjölskylduna og samfélagið og nutu ekki þeirrar aðhlynningar sem völ er á í dag.

Mikið magn handrita og skjala, sem varðveitt eru á handrita­safni og tengjast utangarðsfólki á einhvern hátt, er hér til sýnis. Halldór Baldursson teiknar myndir af utangarðsfólki fyrir sýninguna og auk þess eru ljósmyndir fengnar úr sérsöfnum Landsbókasafns og frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Sýningin stendur til 30. september 2013.

Sýningarskrá (PDF).

Sýningarspjöld (PDF - 2 Mb).

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar