Frá hjara veraldar/Vom Rand der Welt – Melitta Urbancic

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Laugardaginn 8. mars 2014 var opnuð sýning í Þjóðarbókhlöðunni um skáldkonuna, myndhöggvarann og leikkonuna Melittu Urbancic (1902-1984). Málþing um ævi og verk Melittu var við opnun sýningarinnar. Sama dag kom út ljóðabók Melittu, Frá hjara veraldar / Vom Rand der Welt, í tvímála útgáfu hjá Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Háskólaútgáfunni. Þýðandi ljóðanna á íslensku er Sölvi Björn Sigurðsson en eftirmála ritar Gauti Kristmannsson. Ljóðin orti Melitta á árunum 1939–1943 um reynslu sína sem útlagi á Íslandi, en ljóðin koma nú út í fyrsta sinn. Að verkefninu standa Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum, Landsbókasafn Íslands og Reykjavík Bókmenntaborg UNESCO í samvinnu við afkomendur Melittu. Austurríska sendiráðið í Kaupmannahöfn styrkir sýninguna.


Melitta og Victor Urbancic, um 1930.


Melitta Urbancic. Ljósmynd/Foto Trude Fleischmann.

Sýningarskrá/Íslensk-Deutsch

Spjöld/Íslensk

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Þjóðleikhúsið 70 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Medúsa

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar