Kerguelen á Íslandi 1767 og 1768

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Fimmtudaginn 5. júní var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýning um franska landkönnuðinn Yves-Joseph de Kerguelen – Tremarec. Á sýningunni er rakin saga fyrsta vísindaleiðangurs Frakka til Íslands. Sá leiðangur er talinn marka upphaf vináttu Frakka og Íslendinga. Sýningin rekur ferðir Yves-Joseph de Kerguelen til Íslands 1767 og 1768.

Árið 1767 fékk hinn þrítugi Yves-Joseph de Kerguelen fyrirmæli frá Loðvíki konungi XV um að sigla til Íslands til að aðstoða fiskimenn frá Norður-Frakklandi, sem þar stunduðu veiðar. Fyrstu ferð sína fór hann á freigátunni „La Folle“ en seinna sneri hann svo til Íslands á korvettunni „L‘ Hirondelle“.

Bók hans Relation d‘un voyage dans la Mer du Nord kom út árið 1771. Þar greindi hann frá rannsóknum sínum og uppgötvunum í þessum tveimur Íslandsferðum, en um leið frá ýmsu öðru eins og samskiptum sínum á latínu við forsvarsmann dönsku verslunarinnar á Patreksfirði og einnig við hinn íslenska fræðimann og skáld, Eggert Ólafsson. Skýrslur Kerguelens höfðu bæði hernaðarlega og vísindalega þýðingu. Auk þess að fela í sér nákvæmar upplýsingar um sjóferðirnar þá birtust þar greinargóðar upplýsingar um náttúrufar, dýralíf, jurtaríki, loftslag og landafræði, um leið og greint var frá ýmsum siðum og háttum Íslendinga á þessum tíma. Kerguelen gaf þannig mörgum löndum sínum og erlendum lesendum tækifæri til að kynnast hinum margvíslegu töfrum og sérkennum Íslands.

Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns við franska sendiráðið á Íslandi. Sýningin stendur til 30. júní í Þjóðarbókhlöðu. Eftir það verður hún á Patreksfirði 4. -22. júlí og loks á Fáskrúðsfirði 26. júlí til 18. ágúst.

Sýningarskrá á íslensku og ensku/Brochure in Icelandic and English (pdf).

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Við tökum vel á móti þér

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Jóla- og nýárskort frá fyrri hluta 20. aldar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Leiklistarskóli SÁL – 50 ár

Leiklistarskóli SÁL – 50 ár

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar