Pappírshandrit og skinnblöð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sumarsýning handritasafns  í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni

Nú hefur verið opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni sýningin Pappírshandrit og skinnblöð. Um er að ræða sumarsýningu á vegum handritasafns og má þar sjá ýmis dæmi um skinnblöð og pappírshandrit. Skinnblöðin varðveittust oft með því að vera endurnýtt sem kápur fyrir pappírshandrit. Þar má m.a. sjá hið merkilega Kveisubelti en það er líklega hið eina sinnar tegundar sem varðveist hefur á Íslandi. Blaðið er skinnlengja með lesningu eða bæn gegn kveisu eða gigt og er talið að slík bænablöð hafi verið nokkuð algeng á sínum tíma, en þau voru gerð upptæk eða brennd í galdraofsóknunum á 17. öld. Lengjan var notuð sem verndargripur og var oftast bundin utan um sjúklinginn. Blaðið er líklega frá um 1600. Einnig eru á sýningunni eftirgerðir af skinnblöðum ásamt síðari alda handritum.

Sýningin stendur til 21. nóvember 2014.

Sýningarskrá (PDF)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Leiklistarskóli SÁL – 50 ár

Leiklistarskóli SÁL – 50 ár

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Símaskráin 1905-2016

Símaskráin 1905-2016

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar