Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Fimmtudaginn 11. september 2014 var opnuð sýning til að minnast 400 ára afmælis Hallgríms Péturssonar prests og sálmaskálds.  Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Margrét Eggertsdóttir skrifar sýningartextann.

Einn mesti dýrgripur handritasafns Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er eiginhandarrit skáldsins að Passíusálmunum, JS 337 4to, skrifað árið 1659. Handritið var meðal handrita Jóns Sigurðssonar sem voru keypt árið 1877 til Landsbókasafns. Sagan á bak við handritið er merkileg en Hallgrímur gaf það Ragnheiði Brynjólfsdóttur biskups árið 1661. Eiginhandarrit Hallgríms að Passíusálmunum er eitt af örfáum handritum sem varðveist hafa með hans hendi.

Verk Hallgríms eru varðveitt hér í safninu í ýmsu formi. Að mestu leyti hefur skáldskapur Hallgríms borist til okkar gegnum prentaðar bækur og ógrynni af uppskriftum sem varðveist hafa í handritum. Í handritasafni Landsbókasafns eru um 600 handrit sem tengjast Hallgrími á einhvern hátt. Kvæði hans, vísur, sálmar og rímur hafa verið skrifuð upp í fjölmörgum handritum og það sama gildir um ævisögu hans og ættartölu. Hér eru einnig varðveittar fjölmargar uppskriftir með skáldskap og öðrum verkum Hallgríms, alls um 600 handrit. Verk hans hafa einnig verið prentuð í mörgum útgáfum. Passíusálmarnir voru fyrst prentaðir á Hólum 1666 og eru útgáfur þeirra á íslensku nú orðnar 90.

Sýningin stendur til 3. maí 2015.

Sýningarskrá (PDF).

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Smekkleysa 30 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Byggðasaga Skagafjarðar, I.­–X. bindi

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Á aðventu 1994

Á aðventu 1994

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar