Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjón og Steinunn Sigurðardóttir

Sett var upp í safninu haustið 2014 lítil sýning með nokkrum erlendum útgáfum á þýðingum bóka eftir Sjón og Steinunni Sigurðardóttur, en verk beggja hafa verið þýdd á mörg tungumál á undanförnum árum og er útlit bókanna skemmtilega fjölbreytt.

Sjón hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka og skáldsögur, hefur skrifað leikrit og gefið út efni fyrir börn. Samhliða rithöfundarferlinum hefur Sjón tekið þátt í myndlistasýningum og tónlistarviðburðum af ýmsum toga. Hann hefur meðal annars starfað með Björk, samið með henni tónlist, texta og tónlistarmyndbönd, þar á meðal texta við tónlist hennar í mynd Lars Von Trier, Dancer in the Dark (2000). Verk eftir Sjón hafa verið þýdd á fjölda tungumála. Hann hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2005 fyrir skáldsöguna Skugga-Baldur.

Steinunn Sigurðardóttir gaf út fyrstu bók sína, ljóðabókina Sífellur, 19 ára gömul og vakti hún strax athygli. Árið 1995 fékk hún Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Hjartastað. Bækur hennar hafa verið þýddar á önnur mál og frönsk kvikmynd byggð á skáldsögunni Tímaþjófinum var frumsýnd árið 1999. Steinunn var fréttamaður og útvarps- og fréttaritari með hléum frá 1970-1982. Hún hefur einnig starfað sem blaðamaður og þáttagerðarmaður við útvarp og sjónvarp. Steinunn hefur dvalist um lengri og skemmri tíma í ýmsum Evrópulöndum, Bandaríkjunum og Japan.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólin koma -  Idą święta

Jólin koma - Idą święta

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Paradísarheimt 60/40

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar