Á aðventu 1994

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýningin er í tilefni af 20 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu og eru á henni myndir frá opnun Þjóðarbókhlöðu 1. desember 1994.

Aðdragandinn að byggingu Þjóðarbókhlöðu var allnokkur. Árið 1956 lagði Gylfi Þ. Gíslason, þáverandi menntamálaráðherra, fram tillögu um samruna Landsbókasafns Íslands og Háskólabókasafns og síðar byggingu þjóðarbókhlöðu sem rúma skyldi bæði söfnin. Næst gerðist það að Þjóðhátíðarnefnd skýrði frá því árið 1968 að þjóðbókasafnsbygging yrði höfuðminnismerki á 1100 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1974, gjöf sem þjóðin færði sjálfri sér. Árið 1972 var arkitektunum Manfreð Vilhjálmssyni og Þorvaldi S. Þorvaldssyni falið að teikna Þjóðarbókhlöðuna. Skóflustunga að byggingunni var svo tekin 1978. Þorvaldur S. Þorvaldsson hætti störfum við hönnun hússins árið 1984 þegar hann tók við Borgarskipulagi, en Manfreð Vilhjálmsson lauk verkinu ásamt starfsfólki á teiknistofu sinni.

 

Húsið var í byggingu í sextán ár. Ólafur G. Einarsson var menntamálaráðherra 1994 þegar Þjóðarbókhlaðan var vígð og hafði barist mjög fyrir að halda tekjustofni til byggingarinnar. Hagtak vann stærsta áfanga hússins seinustu árin. Alls komu 12 aðilar að hönnun hússins.

Opnunarhátíðina sóttu mörg hundruð manns, þeirra á meðal frú Vigdís Finnbogadóttir forseti Íslands sem opnaði hið safnið formlega, forseti Alþingis, ráðherrar, forseti Hæstaréttar, biskup íslands og borgarstjórinn í Reykjavík, auk norrænna gesta, þjóðbókavarða Danmerkur, Finnlands, Færeyja, Noregs og Svíþjóðar, stjórnar NORDINFO, og sendiherra fjölmargra erlendra ríkja.

Í fyrsta hefti Ritmenntar er fjallað um opnunina.

Sýningin stendur til 25. janúar 2015.

Sýningarskrá (pdf)

Spjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Hallgrímur Pétursson

Hallgrímur Pétursson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Árnason – 200 ára

Jón Árnason – 200 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á frönsku og dönsku

Þýðingar á frönsku og dönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Fjallkonan og Reykvíska eldhúsið

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar