Spánverjavígin 1615

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Þann 21.september  2015 var opnuð sýning um Spánverjavígin 1615 í Landsbókasafni í tilefni af því að 400 ár eru liðin frá þessum atburðum. Þetta er farandsýning sem hefur verið í sumar á fjórum stöðum á landinu og einnig í Baskalandi Spánar. Baskavinafélagið á Íslandi stendur að sýningunni í samstarfi við basknesku Etxepare stofnunina, Center for Basque Studies, Barandarian Chair for Basque Studies, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Uppbyggingarsjóð Vestfjarða, Vaxtarsamning Vestfjarða og Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn. Á sýningunni eru þrjú handrit „Sannrar frásögu af spanskra manna skipbrotum og slagi“ eftir Jón Guðmundsson lærða sem varðveitt eru samtals í níu handritum á handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Sýningartexta gerði Sigrún Antonsdóttir og er sýningin hluti af lokaverkefni hennar til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun. Guillermo Zubiaga gerði teikningar. Úlfur Kolka hannaði sýninguna. Sýningin stendur til 21. október.

Sýninguna má sjá hér: http://baskavinir.is/islenska/

Sýningarskrá (PDF)

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Af jörðu

Af jörðu

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólamerki Thorvaldsensfélagsins

Jólamerki Thorvaldsensfélagsins

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Bernska skálds í byrjun aldar (lokið)

Bernska skálds í byrjun aldar (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar