dadadieterdúr

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

samruni orðlistar og myndlistar

31. október var dagur myndlistar og af því tilefni var opnuð  í safninu sýningin dadadieterdúr – samruni orðlistar og myndlistar.  

Dadaisminn spratt fram í Sviss árið 1915. Dada var sprenging í myndlist, bókmenntum og fleiri listgreinum. Fyrri heimsstyrjöldin var í algleymingi og öllum viðteknum hefðum var ögrað, handahófskenndur texti varð að ljóði, úrklippur og rusl að list.

Um 40 árum síðar kom til Íslands svissneskur listamaður sem hafði alist upp við dada og konkretlist. Hann kallaði sig stundum diderot en hét Dieter Roth. Hann kynntist íslenskri konu, Sigríði Björnsdóttur, og þau fóru að vinna saman bókverk. Dieter kynntist Einari Braga og þeir stofnuðu forlag ed sem gaf út bókverk. Dieter klippti saman ýmis rit og klippti út úr þeim, skipti engu hvernig letrið sneri. Þetta batt hann inn og tölusetti sem bókverk eftir sig. Nokkur þessara bókverka eru á sýningunni, meðal annars tímaritið Tímarit fyrir allt (1975-1987) sem kom út níu sinnum og eru allar útgáfurnar í eigu Landsbókasafns Íslands fyrir utan ein. Dieter Roth hafði mikil áhrif á bæði íslenska myndlist og ljóðlist og einnig prentlist.

Lítil forlög spruttu fram eftir 1960 þegar fjölritun varð aðgengilegur og ódýr kostur. Skáld og myndlistarmenn gáfu út eigið efni og gerðu ýmsar tilraunir með uppsetningu og prentun í anda dadaismans og Dieters Roth. Útgáfuhópar og örforlög á borð við Lystræningjann, Medúsu, Smekkleysu, Nýhil, Útúrdúr og Meðgönguljóð hafa gefið út fjölda bókverka og ljóðakvera sem innihalda tilraunir með samruna orðlistar og myndlistar.

Sýningin var í samstarfi við Dag myndlistar, http://dagurmyndlistar.is/2015/10/25/landsbokasafn-islands-haskolabokasafn/

og stóð til 6. desember. Umsjón höfðu Vigdís Rún Jónsdóttir nemi í listfræði við HÍ, Áslaug Agnarsdóttir, Ólafur J. Engilbertsson og Kim Farah Giuliani.

Sýningarskrá

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Safn bóka Thors Vilhjálmssonar

Safn bóka Thors Vilhjálmssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Guðjón Samúelsson húsameistari

Guðjón Samúelsson húsameistari

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sálmabækur 16. aldar

Sálmabækur 16. aldar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar