Èric Boury - þýðandi íslenskra bókmennta á frönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Èric Boury fæddist í Berry í Frakklandi árið 1967. Hann hefur þýtt fjölmargar íslenskar bækur á frönsk­u frá árinu 2001, t.a.m. „krimma" eftir Arnald Indriðason, Árna Þórarinsson, Jón Hall Stefánsson og Stefán Mána. Einnig „fagurbókmenntir" eftir Hallgrím Helgason, Kristínu Ómarsdóttur, Einar Má Guðmundsson, Sjón, Jón Kalman Stefánsson, Guðberg Bergsson, Andra Snæ Magnason og Eirík Örn Norðdahl. Alls hafa birst eftir hann fjörutíu þýðingar á íslenskum bókum. Árið 2016 komu út í franskri þýðingu Bourys: Glæpurinn - Ástarsaga eftir Árna Þórarinsson, Camp Knox eftir Arnald Indriðason, Valeyrarvalsinn eftir Guðmund Andra Thorsson og Mánasteinneftir Sjón. 

Nýkomnar eru í franskri þýðingu Bourys: Heimska eftir Eirík Örn Norðdahl, Eitthvað á stærð við alheiminn eftir Jón Kalman Stefánsson og Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur og væntanleg er þýðing á Þýska húsinu eftir Arnald Indriða­son,

Í september 2017 hlaut Eric Boury ásamt Victoriu Cribb heiðursviðurkenningu þýðenda íslenskra bókmennta á erlend mál – Orðstír 2017.

Sýningunni lýkur 2. nóvember 2018.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Strá fyrir straumi - Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809-1871

Strá fyrir straumi - Ævi Sigríðar Pálsdóttur 1809-1871

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Eiríkur Magnússon bókavörður

Eiríkur Magnússon bókavörður

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sálmabækur 16. aldar

Sálmabækur 16. aldar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sjónarfur

Sjónarfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar