Aðgengi fyrir fatlað fólk


Bílastæði
: Tvö bílastæði merkt fötluðu fólki eru nálægt aðalinngangi.

Aðalinngangur: Enginn þröskuldur og hurðir opnast sjálfkrafa. Frá aðalinngangi er lyfta upp á 2. hæð þar sem aðalþjónustuborð safnsins er staðsett. Athugið lyftan við aðalinngang er minni en aðrar lyftur í húsinu (hurðaropið er 76cm og gólfflötur 140cm x 110cm). Hafið samband við þjónustuborð (s. 525 5681) ef þörf er á frekari upplýsingum.

Aðgengi innanhúss: Aðgengi fyrir hjólastóla er í öllu húsinu. Frá 2. hæð er lyfta á aðrar hæðir hússins.

Salerni: Í húsinu eru tvö salerni ætluð fötluðu fólki, eitt á 1. hæð og annað á 4. hæð. Salerni eru við hliðina á lyftunni.

Lesherbergi: Eitt lesherbergi er sérstaklega ætlað fötluðu fólki. Nemendur Háskóla Íslands geta sótt um aðgang að því til Nemendaráðgjafar HÍ en aðrir til útlánaþjónustu safnsins (utlan@landsbokasafn.is).


Hjólastóll er til taks á safninu, hafið samband við þjónustuborð á 2. hæð ef þörf er á hjólastól í s. 525 5681 eða utlan@landsbokasafn.is.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall