Fræðsla og kynningar

Hjá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni er boðið upp á fjölbreytta fræðslu og kynningar sem miða að því að auka upplýsingalæsi og færni í akademískum vinnubrögðum. Þessi þjónusta er fyrir nemendur Háskóla Íslands en einnig er reynt að sinna óskum annarra hópa fyrir heimsóknir og kynningar. Fræðsla og kynningar fyrir nemendur Háskóla Íslands er skipulögð að beiðni námsbrauta og/eða einstakra kennara.

Fræðsluleiðir fyrir nemendur við Háskóla Íslands


 • Almenn kynning fyrir nýnema (40 mínútur) 
  Áhersla er lögð á að kynna vinnuaðstöðu og þjónustu sem nemendum stendur til boða auk helstu upplýsingaleiða og fjallað um leitartækni, leitir.is, Áttavitann og vef Lbs-Hbs. Beiðni um kynningu

 • Frumkynning fyrir nemendur á fyrsta námsári (90 mínútur, 2 x 45 mín)
  Kynnt er vinnuaðstaða og þjónusta sem stendur nemendum til boða ásamt helstu upplýsingaleiðum og fjallað um leitartækni, leitir.is, Áttavitann og vef Lbs-Hbs. Í fræðslunni er auk þess lögð áhersla á einstök fræðasvið í samráði við kennara og kynnt helstu gagnasöfn í viðkomandi fræðigrein. Beiðni um kynningu
  Kynningar geta farið fram í Þjóðarbókhlöðu eða í húsum Háskóla Íslands. 

 • Framhaldsfræðsla
  Fyrir alla nema HÍ hvenær sem er á námstímanum. Þessa fræðslu er gott að tengja verkefnavinnu í einstökum námskeiðum. Fræðslan getur bæði farið fram í húsakynnum safnsins í Þjóðarbókhlöðu eða kennarar pantað upplýsingafræðing í tíma. Beiðni um kynningu

 • Hagnýt upprifjun í tengslum við lokaverkefni (40 mínútur)
  Farið er í ýmis hagnýt atriði varðandi heimildaleitir, skil í Skemmu o.fl., allt eftir óskum kennara. Beiðni um kynningu

Aðrar kynningar

 • Almennar kynningar fyrir hópa
  Kynning í fyrirlestrarsal á 2. hæð þar sem sagt er í stuttu máli frá sögu og hlutverki safnsins, safnkosti og skipulagi. Hægt er að óska eftir skoðunarferð um Þjóðarbókhlöðuna. Beiðni um almenna kynningu fyrir hópa
Netspjall