Laus störf á safninu

 

Bókavörður óskast í 50% starf um kvöld og helgar í vetur

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn leitar að starfsmanni í tímabundið 50% starf um kvöld og helgar á Þjónustu- og miðlunarsviði. Bókavörður sinnir vöktum í þjónustuborðum og fylgist með því að húsreglum safnsins sé framfylgt. Bókavörður annast uppröðun safnefnis og sinnir öðrum verkefnum að beiðni yfirmanns.

Safnið er opið fram á kvöld og um helgar frá ágústlokum og fram í maí.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • stúdentspróf
  • góð íslensku- og enskukunnátta
  • góð almenn tölvukunnátta
  • stundvísi og áreiðanleiki
  • þjónustulipurð og góð samskiptahæfni

Umsóknarfrestur er til og með 6. ágúst 2024 og skal með umsókn fylgja ferilskrá. 

Vinsamlegast sendið umsókn á netfangið mannaudur@landsbokasafn.is.

 

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall