Laus störf á safninu

 

Sumarstarf - Vaktmaður í hússtjórn

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn óskar eftir að ráða starfsmann í sumarstarf vaktmanns í hússtjórn. Um er að ræða fullt starf á morgun- og síðdegisvöktum.

Hússtjórn sér um viðhald og rekstur Þjóðarbókhlöðunnar, vaktakerfi og búnað hússins, annast samskipti við þjónustuverktaka og aðstoða starfsmenn um ýmsa þjónustu. Vaktmenn bera ábyrgð á símsvörun og öryggisgæslu húss, starfsmanna og gesta.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • fylgjast með hússtjórnarkerfi hvað varðar brunaboð, ljós, hita og raka.
  • fylgjast með eftirlitsskjáum og umferð í húsi.
  • koma að ýmsum viðfangsefnum hússtjórnar, s.s. sorphirðu, öryggisgæslu, þrifum, garðyrkju, símsvörun, flokkun pósts og móttöku vara.


Leitað er að starfsmanni sem er stundvís og samviskusamur, þjónustulipur, góður í samskiptum og getur tileinkað sér nýja hluti hratt og örugglega. Starfið felur í sér töluverða líkamlega vinnu m.a. við útistörf. Ráðningartímabilið er frá miðjum maí til ágústloka. ATHUGIÐ að safnið er lokað vegna sumarorlofa 22. júlí – 2. ágúst og viðkomandi verður einnig í orlofi þann tíma.

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2024.

Vinsamlegast sendið umsókn á netfangið mannaudur@landsbokasafn.is.

 

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall