Laus störf á safninu

 

Bókavörður/bókaverðir óskast í tímabundið starf í allt að 12 mánuði.

Varðveislusvið Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns vill ráða í tímabundið starf frá áramótum í allt að tólf mánuði, einn bókavörð í 100% starf eða tvo bókaverði í 50% störf. Um dagvinnustarf er að ræða ásamt einhverri laugardagsvinnu.

Helstu verkefni eru notendaþjónusta í þjónustuborði Íslandssafns, frágangur og uppröðun safnkosts, skráning á efni til myndunar og önnur verkefni að beiðni yfirmanns.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • stúdentspróf
  • góð íslensku- og enskukunnátta
  • góð almenn tölvukunnátta
  • stundvísi og áreiðanleiki

Leitað er að einstaklingi sem er stundvís og samviskusamur, þjónustulipur og góður í samskiptum. Umsóknarfrestur er til og með 12. desember 2023 og umsókn skal fylgja ferilskrá.
Vinsamlegast sendið umsókn á netfangið mannaudur@landsbokasafn.is.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall