Meðferð persónuupplýsinga á landsbokasafn.is

 

Myndvöktun

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn er vaktað með öryggismyndavélum sem staðsettar eru víða um safnið. Myndefni úr öryggismyndavélum er vistað mis lengi eftir staðsetningu véla. Þó aldrei lengur en 6 vikur.

 

Vefmælingar

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn notar Google Analytics til mælinga á umferð um vefi sína. Þessum mælingum fylgja þrjár vefkökur (cookies): _ga,_gid og _gat. Vefumsjónarkerfið CMS made simple  setur inn eina vefköku (CMSSESSID) sem safnar ekki persónuupplýsingum.

Þær upplýsingar sem Landsbókasafn íslands - Háskólabókasafn fær aðgang að í gegn um þessar mælingar eru ekki persónugreinanlegar en nýtast við vefþróun.

 

Úrvinnsla veittra persónuupplýsinga

Þegar notandi landsbokasafn.is óskar eftir þjónustu eða sendir erindi í gegnum vefform (eyðublöð) og netspjall er aðeins beðið um þær persónuupplýsingar sem eru nauðsynlegar til þess að vinna úr erindinu. Öll meðferð og vinnsla persónuupplýsinga hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni byggir á lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

 

Myndefni frá viðburðum á safninu

Á viðburðum sem fara fram á safninu (opnunum, viðurkenningarathöfnum o.þ.h.) eru teknar ljósmyndir og myndbönd sem geta síðar verið notuð í kynningarstarfi safnsins.

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall