Rafræn vöktun - fræðsla um notkun eftirlitsmyndavéla hjá
Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni (Lbs-Hbs)

 

Tilgangur
Húsnæði Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns (Lbs-Hbs) og lóðir eru vöktuð með rafrænum hætti og í safninu eru merkingar sem upplýsa starfsfólk og gesti um að rafræn vöktun sé í gangi.
Tilgangurinn með vöktuninni er að tryggja öryggi starfsfólks, gesta, safnkosts og eigna.

Heimild til vinnslu
Rafræn vöktun fer fram til að gæta lögmætra hagsmuna Lbs-Hbs sbr. f. lið 1. mgr. 6. gr. pvrg. Þeir hagsmunir snúa að verndun gagna sem safnið varðveitir lögum samkvæmt og jafnframt að því að tryggja  öryggi gesta og starfsfólks. Safnið er rannsóknarbókasafn og þekkingarveita fyrir alla landsmenn. Safnið sinnir virkri og fjölþættri upplýsingaþjónustu á sviði vísinda og fræða, stjórnsýslu og atvinnulífs og lista- og menningarmála.

Tegundir persónuupplýsinga
Við vöktunina verður til myndefni þar sem sjá má einstaklinga sem farið hafa um hið vaktaða svæði og athafnir þeirra.

Viðtakendur 
Myndvöktun og öryggisgæsla fer fram í hússtjórn safnsins. Aðeins hússtjóri hefur aðgang að vistuðum skrám úr eftirlitsmyndavélum. Efni sem verður til við vöktunina verður ekki skoðað né afhent öðrum nema á grundvelli heimildar í 5. og 10. gr. reglna nr. 50/2023 um rafræna vöktun. Efni með upplýsingum um slys eða refsiverðan verknað getur verið afhent lögreglu. Einnig getur efni verið afhent tryggingafélagi sé það nauðsynlegt vegna tryggingamála. Ef til þess kemur að skoða þurfi efnið er unnið eftir verklagsreglu um öryggismyndavélar í Handbók starfsfólks.

Varðveislutími myndefnis
Myndefni úr öryggismyndavélum er ekki varðveitt lengur en í 30 daga nema í undantekningartilfellum. Dæmi: „Til þess að krafa verði afmörkuð, sett fram eða varin vegna dómsmáls eða annarra slíkra laganauðsynja. Ef myndefni er afhent lögreglu er öðrum eintökum af efninu eytt.“ Að öðru leyti er farið að reglum um rafræna vöktun nr. 50/2023.

Réttindi hinna skráðu
Þau sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að skoða myndefni þar sem þau sjást. Þau eiga einnig rétt á að fá afrit af slíku myndefni að því gefnu að það skerði ekki réttindi og frelsi annarra. Að öðru leyti fer um réttinn samkvæmt III. kafla laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, sbr. nánar ákvæði í III. kafla reglugerðar (ESB) 2016/679.

Réttur til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd
Þau sem sæta rafrænni vöktun eiga rétt á að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd ef þau telja að vinnsla persónuupplýsinga þeirra gangi gegn persónuverndarlögum. Frekari upplýsingar má nálgast á vef Persónuverndar https://www.personuvernd.is.

Ábyrgðaraðili vöktunarinnar
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn (Lbs-Hbs)
Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík
Sími: 525 5600
landsbokasafn@landsbokasafn.is 

Persónuverndarfulltrúi
Hægt er að hafa samband við persónuverndarfulltrúa Lbs-Hbs á landsbokasafn@landsbokasafn.is

Tilvísun
Persónuverndarstefna safnsins

 

Útgefið 27. október 2023

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall