Jón Vídalín – þriggja alda ártíð

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

25.09.2020 - 31.12.2020

Í tilefni af þriggja alda minningu Jón Þorkelssonar Vídalín (1666 –1720) hefur verið sett upp örsýning í safninu. Á sýningunni eru ritin Vídalínspostilla, Sjöorðabókin, Miðvikudagspredikanirnar, Kristindómskverið og Líkpredikun yfir Vísa-Gísla Magnússyni. Einnig eru á sýningunni uppskriftir á þremur handrita Vídalíns og nýúkomið tveggja binda verk, safn rita Jóns og ævisaga hans eftir Torfa K. Stefánsson Hjaltalín.

Jón Vídalín var áhrifamikill kennimaður. Hann er þekktastur fyrir Vídalínspostillu, sem er húslestrarpostilla með einni predikun fyrir hvern hátíðisdag ársins, ætluð til upplestrar á heimilum. Postillan var ein mest lesna bók á Íslandi um tveggja alda skeið og hafði veruleg áhrif á íslenska menningu, trúarlíf og bókmenntir fram á 20. öld.

Sýningin stendur til 31. desember.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Bókamessa í Prag

Bókamessa í Prag

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Paradísarheimt 60/40

Paradísarheimt 60/40

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maður orða (lokið)

Maður orða (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall