Þjónustusamningur vegna Sarps

04.07.2013

Landskerfi bókasafna hf. (LB) og Rekstrarfélag Sarps (RS) hafa gengið frá þjónustusamningi sem gildir til tveggja ára frá og með 1. september næstkomandi. Á grunni samstarfsins tekur LB að sér umsjón með daglegum rekstri RS og fagstjóri Sarps tekur til starfa með aðstöðu í húsakynnum LB. Markmið samstarfsins er að ná fram:

  • auknu gæðaeftirliti með skráningu í Sarp,
  • öflugri notendaþjónustu fyrir Sarp,
  • auknu aðgengi almennings að gögnum í Sarpi með því að gera þau aðgengileg í gegnum leitir.is, auk
  • samræmingar í skráningu ólíks safnskosts til lengri tíma litið.

RS er opinber aðili í eigu fjölmargra safna og stofnana í eigu ríkis og sveitarfélaga s.s. Þjóðminjasafns Íslands, byggðasafna og annarra safna og stofnana sem varðveita heimildarsöfn. Félagið á og rekur gagnasafnið Sarp.

www.landskerfi.is
www.sarpur.is


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall