Minni heimsins á safninu þínu?

29.04.2015

Landsnefnd Íslands um minni heimsins auglýsir eftir fyrstu tilnefningum til skráningar á Landsskrá Íslands. Tilgangur UNESCO með verkefninu Minni heimsins (Memory of the World), ásamt samnefndri varðveisluskrá, er að vekja athygli á mikilvægum skráðum menningararfi heimsins með því að útnefna skráðar heimildir (documentary heritage) sem hafa sérstakt varðveislugildi.

Landsskrá Íslands leggur áherslu á þær heimildir sem eru mikilvægar fyrir allt landið. Handritasafn Árna Magnússonar í Reykjavík og Kaupmannahöfn og manntalið frá 1703, sem tekin voru á heimskrá UNESCO um minni heimsins (Memory of the World Register) til marks um mikilvægi þeirra fyrir heimsbyggðina alla, tilheyra jafnframt Landsskrá Íslands. Nýjar tilnefningar sem hljóta skráningu á landsskrána gætu síðar orðið hvati að umsóknum um skráningar á heimsskrá UNESCO.

Sjá nánar: Eru merkilegar heimildir í safninu þínu?


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall