Minni, frásögn og munnleg saga

07.10.2015

Minni, frásögn og munnleg saga

Miðstöð munnlegrar sögu og Sagnfræðistofnun H.Í. efna til málþings í Þjóðarbókhlöðu 8. október kl. 14.00-16.30 með yfirskriftinni Minni, frásögn og munnleg saga.

Á málþinginu verður fjallað um samspil minnis, minninga og munnlegrar sögu og hvernig sagnfræðingar og mannfræðingar hafa glímt við það í eigin rannsóknum. Sérstakur gestur málþingsins er Mats Greiff, prófessor við Malmö Högskola, sem mun ræða um munnlega sögu sem aðferð við að skoða söguna „neðan frá“ og tengsl hennar við kyngervi, stétt, þjóðerni og kynslóðir. Í framhaldi af því mun Greiff leggja mat á stöðu munnlegrar sögu í dag og framtíðarmöguleika hennar. Auk Greiffs flytja stutt erindi: Guðmundur Jónsson, Halldóra Kristinsdóttir, Íris Ellenberger, Nína Rós Ísberg, Sólrún Jóhannesdóttir, Þorsteinn Helgason og Örn Hrafnkelsson.

Á málþinginu verður formlega opnað nýtt skráningarkerfi Landsbókasafns sem mun gjörbreyta aðgengi notenda að hljóðrænu efni í vörslu safnsins.

Dagskrá:

14:00-14:10        Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri á Landsbókasafni: Setning málþings.

14:10-14:20        Guðmundur Jónsson, prófessor í sagnfræði: Er Miðstöðin í lagi? Ávinningar og óleyst verkefni í starfi Miðstöðvar munnlegrar sögu.

14:20:14:35         Halldóra Kristinsdóttir, verkefnisstjóri á Landsbókasafni, og Örn Hrafnkelsson: Bylting í miðlun talaðs orðs. Kynning á nýju skráningarkerfi Landsbókasafns.

14:35-14:55        Íris Ellenberger, sagnfræðingur: Minningar þjóðar og munnleg saga í ljósi hinsegin þjóðernishyggju.

14:55–15:15       Nína Rós Ísberg, mannfræðingur: „Við erum gleymdu og týndu konurnar.“ Mannfræðin og munnleg saga.

 

15:15-15:30        Kaffihlé

Landsbókasafn býður upp á kaffi og bakkelsi

 

15:30-16:10        Mats Greiff, prófessor við Malmö Högskola: Oral History, Methodology, Theory and Ideology.

16:10–16:30       Þorsteinn Helgason, dósent í sagnfræði, og Sólrún Jóhannesdóttir, BA í sagnfræði og kvikmyndafræði: Minnið, sjálfsveran og samtalið.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall