Sjónarfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

09.04.2019 - 17.11.2019

Þann 9. apríl var opnuð í Þjóðarbókhlöðu sýningin Sjónarfur Sigmundar Guðmundssonar prentlistamanns.

Sigmundur Guðmundsson prentlistamaður var fæddur 18. október 1853 í Ólafsdal í Dalasýslu. Sigmundur átti hann mikinn þátt í þeim endurbótum sem urðu á prentiðn hér á landi fyrir aldamótin 1900. Hann var talinn listfengasti og smekkvísasti prentari landsins á þeim tíma.
Árið 1871 hóf Sigmundur prentnám hjá Einari Þórðarsyni prentara í Landsprentsmiðjunni í Reykjavík. Haustið 1876 var Sigmundur sendur til Kaupmannahafnar til að kaupa tæki og letur fyrir nýstofnaða Ísafoldarprentsmiðju og þar var hann síðan yfirprentari í tæpan áratug. Seinna vann Sigmundur fyrir Félagsprentsmiðjuna meðfram störfum sínum sem umboðsmaður Vesturfara. Vorið 1883 útvegaði Sigmundur sér pressu í Skotlandi og letur fyrir Prentsmiðju Sigmundar Guðmundssonar sem hann rak með fjölskyldu sinni næstu árin. Val hans á leturtegundum og prentskrauti (ornamentum) var rómað og hafði hann hæðarprentun (letterpress) í hávegum. Sigfús Eymundsson bókaútgefandi keypti prentsmiðju Sigmundar þegar hann hvarf til Ameríku í um eitt ár við störf sín sem umboðsmaður Vesturfara. Eftir heimkomuna gekk Sigmundur aftur í þjónustu Ísafoldarprentsmiðjunnar að hluta. Árið 1896 var Sigmundur enn í ráðum við að útvega nýja hraðpressu fyrir Ísafoldarprentsmiðju og steinolíugangvél til að hreyfa hana í stað handafls, fyrstu vél þeirrar gerðar sem kom hingað til lands. Talið er að vinna hans við steinolíuvélina hafi haft áhrif á banamein hans en Sigmundur lést úr lungnatæringu árið 1898. Á sýningunni í Þjóðarbókhlöðu má sjá sýnishorn af prentlist Sigmundar sem Unnar Örn myndlistarmaður og Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) rannsóknaprófessor við Listaháskóla Íslands hafa tekið saman. Rannís styrkti verkefnið.

 

Sýningarskrá(PDF)

Sýningarspjöld

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Bókamessa í Prag

Bókamessa í Prag

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á pólsku og portúgölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á pólsku og portúgölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Orðabók Blöndals

Orðabók Blöndals

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall