Scopus í kostuðum landsaðgangi

06.01.2017

Samningar hafa náðst um kostaðan landsaðgang að gagnasafninu Scopus og miðast aðgangurinn við IP-tölur íslenskra netveitna og er því aðgangur á landsvísu.

Scopus er tilvísanagagnasafn (líkt og Web of Science) með efni frá öllum fræðasviðum vísinda úr meira en 21 þús. ritrýndum vísinda- og fræðiritum allt frá árinu 1970, auk rafbóka og ráðstefnurita. Aðgangur er oft að heildartexta rita í gegnum krækjukerfi.

Slóðin í Scopus er; http://www.scopus.com og einnig er hægt að komast í leitarvél gagnasafnsins af vef Landsaðgangs – hvar.is.

Í undirbúningi er að tengja Scopus við leitir.is og SFX krækjukerfið og gera það einnig aðgengilegt frá vef Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Upplýsingar um Scopus eru að finna á; https://www.elsevier.com/solutions/scopus

Kostaður landsaðgangur er í boði; Landspítalans, Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Akureyri, Landbúnaðarháskóla Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands, Hafrannsóknarstofnun, Krabbameinsfélags Íslands, Náttúrustofu Kópavogs og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall