Rafbókasafnið opnað

03.02.2017

Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur í samstarfi við Landskerfi bókasafna opnað Rafbókasafnið
á léninu http://rafbokasafnid.is / http://rafbókasafnið.is 

Markmið með Rafbókasafninu er að bjóða almenningi upp á aðgang að fjölbreyttu úrvali raf- og hljóðbóka.

Fyrst um sinn verður þjónusta Rafbókasafnsins einungis fyrir lánþega Borgarbókasafnsins en gert er ráð fyrir að síðar muni fleiri almenningsbókasöfn bjóða lánþegum sínum upp á þjónustu Rafbókasafnsins.

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn óskar Borgarbókasafni Reykjavíkur og Landskerfi bókasafna til hamingju með Rafbókasafnið.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall