Handrit Ísólfs Pálssonar afhent Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni

06.02.2017

Föstudaginn 3. febrúar voru handrit Ísólfs Pálssonar (1871-1941) afhent Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Ísólfur var organisti við Stokkseyrarkirkju á árunum 1893-1912 og stjórnaði þar jafnframt kórum og kvartettum. Hann lærði hljóðfærasmíði og stillingar í Danmörku og starfaði við þá grein eftir að hann fluttist til Reykjavíkur árið 1912. Ísólfur samdi fjölmörg vinsæl sönglög um ævina og setti mark sitt á íslenska tónlistarsögu. Ingimar Sigurðsson afhenti Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur gögnin fyrir hönd afkomenda Ísólfs.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall