Viðurkenning Hagþenkis 2016

02.03.2017

Viðurkenning Hagþenkis 2016 var veitt í Þjóðarbókhlöðunni við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 1. mars en hana hlaut Viðar Hreinsson fyrir bókina Jón lærði og náttúrur náttúrunnar sem Lesstofan gefur út.

Í ályktunarorðum Viðurkenningaráðsins sagði: Með nærfærnum hætti er fjallað um ævintýralegt lífshlaup manns á mörkum forneskju og nútímafræða í samhengi við evrópska vísindasögu.

Viðurkenningin felst í árituðu skjali og einni milljón króna sem er sama upphæð og veitt er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna.

Hilmar Örn Hilmarsson og Steindór Andersen fluttu við athöfnina hluta af Snjáfjallavísur sem Jón Guðmundson lærði orti 1611 og 1612  til að kveða niður draug á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd, Snjáfjalladrauginn.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall