Gögn Kínversk-íslenska menningarfélagsins afhent

29.03.2017

Þriðjudaginn 28. mars afhenti Kínversk-íslenska menningarfélagið safninu til varðveislu tvær fundargerðabækur úr fórum félagsins. Um er að ræða bók með fundargerðum frá upphafi stofnunar þess 20. október 1953 fram til upphafs 9. áratugarins. Þá er einnig um að ræða smærri bók með nokkrum fundargerðum.

Arnþór Helgason formaður félagsins og Kristján Jónsson, varaformaður afhentu gögn félagsins.

Þórhallur Sigurðsson, leikstjóri afhenti einnig gögn úr fórum föður síns, Sigurðar Guðmundssonar, fyrsta varaformanns félagsins. Um er að ræða bréf á ensku sem félagið ritaði kínverskum stofnunum frá upphafi fram undir 1962. Félagið hefur einnig í hyggju að afhenda tölvugögn um samskipti félagsins, sem orðið hafa til á undanförnum árum.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall