Kínversk temenning í safninu

31.03.2017

Zhang Weidong, sendiherra Kína á Íslandi, flutti lokaerindi fyrirlestraraðarinnar um samskipti Íslands og Kína þriðjudaginn 28. mars og kallaði hann erindi sitt "How to drink Chinese Tea and Tea ceremony " og var erindið flutt á ensku. Sýnd var stutt heimildarmynd um kínverska temenningu og þau Kailiang Liu og Hinrik Hólmfríðarson Ólason framkvæmdu te-athöfn. Viðburðurinn var vel sóttur og fengu gestir tækifæri til að smakka te lagað af listamönnunum í lokin. Sýningunni Kína-Ísland lýkur á sunnudag, 2. apríl.



Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall