Hallbjörg Bjarnadóttir – „Björt mey og hrein“

Hallbjörg Bjarnadóttir (1915–1997) söngkona var fædd í Hjallabúð í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi.  Foreldrar hennar voru Geirþrúður Kristjánsdóttir og Bjarni Hallsteinsson. Hún átti tvíburasystur sem hét Kristbjörg og yngri systur, Steinunni, sem báðar voru söng- og leikkonur og búsettar báðar lengst af í Bretlandi. Bjarni faðir þeirra var sjómaður og fórst hann þegar Hallbjörg var aðeins 10 ára að aldri. Hún fór þá í fóstur að Brunnastöðum á  Akranesi. Fimmtán ára gömul fór Hallbjörg ein síns liðs til útlanda til að læra óperusöng í Kaupmannahöfn en sneri sér fljótlega að djassi. Liðlega tvítug kom hún heim og söng fyrir troðfullu húsi á hverri söngskemmtuninni á fætur annarri. Hún var fyrsta dægurlagasöngkonan hér á landi, söng djasslög og varð fyrir aðkasti af þeim sökum. Rödd hennar spannaði afar vítt svið og var hún stundum kölluð stúlkan með raddirnar þrjár því raddsvið hennar spannaði meira en þrjár áttundir og hún gat sungið allt frá sópran niður í bassa. Hallbjörg stundaði einnig myndlist og bjó og starfaði lengi í Danmörku og bjó einnig um tíma í Bandaríkjunum og skemmti þar í sjónvarpi. Hún flutti til Íslands 1992 ásamt manni sínum Jens Fischer Nielsen, lyfjafræðingi og listamanni frá Danmörku. Stefán Jökulsson skráði ævisögu Hallbjargar, Hallbjörg – eftir sínu hjartans lagi, sem kom út 1989. Meðal þekktustu laga Hallbjargar er „Björt mey og hrein“ (þjóðlag við ljóð Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi (1619–1688) sem er í opnum aðgangi í Hljóðsafni Landsbókasafns, hljodsafn.landsbokasafn.is.  Lagið kom út á út á plötu 1955 ásamt „Vorvísu“ við ljóð Jóns Thoroddsen (1818-1868), og lék Hljómsveit Ole Höyers undir.

http://hljodsafn.landsbokasafn.is/audioFileDisplay/17948Eldri kjörgripir


Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar
200 ára | 1818-2018

Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Þúsund ein nótt
200 ára | 1818-2018

Þúsund ein nótt

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Ritgerð og teikningar Sölva Helgasonar
200 ára | 1818-2018

Ritgerð og teikningar Sölva Helgasonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Mæling Íslands – kort Björns Gunnlaugssonar
200 ára | 1818-2018

Mæling Íslands – kort Björns Gunnlaugssonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
Netspjall