Svipþyrping – Svipmyndir úr 200 ára sögu Hins íslenska bókmenntafélags

07.04.2017

Hið íslenska bókmenntafélag frumsýndi í fyrirlestrasal safnsins fimmtudaginn 6. apríl myndbandið Svipþyrping – Svipmyndir úr 200 ára sögu Hins íslenska bókmenntafélags sem það lét gera í tilefni af 200 ára afmæli félagsins. Efni myndbandsins er fengið úr dagskrá sem flutt var á afmælishátíð Bókmenntafélagsins í Ráðhúsi Reykjavíkur 19. nóvember 2016. Sýning um sögu Bókmenntafélagsins stendur til 1. maí í safninu. Um leikstjórn myndbandsins og samantekt sá Marta Nordal. Jón Sigurðsson, Ármann Jakobsson og Marta Nordal völdu lestexta. Lesarar eru Sveinn Ólafur Gunnarsson og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Myndbandshönnuður er Helena Stefánsdóttir. Myndbandið má sjá hér:

https://www.youtube.com/watch?v=ZPGU2NnCnsc


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall