Safn bóka Thors Vilhjálmssonar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Haustið 2016 færðu bræðurnir Guðmundur Andri og Örnólfur Thorssynir Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur að gjöf viðamikið safn föður þeirra, Thors Vilhjálmssonar rithöfundar, af erlendum bókum. Safnið hefur að geyma margar af helstu perlum heimsbókmenntanna, einkum evrópskra samtímabókmennta. Um er að ræða rausnarlega bókagjöf eins ástsælasta rithöfundar Íslendinga á síðari tímum og mikilvirks þýðanda erlendra bókmennta á íslensku, en þýðingum er ætlað sérstakt hlutverk í alþjóðlegu tungumálamiðstöðinni. Alla sína ævi leitaðist Thor við að fylgjast grannt með því sem efst var á baugi í bókmenntum heimsins hverju sinni. Hann leit á það sem hluta af rithöfundarstarfinu og þeirri menningarkynningu sem hann rækti alla tíð hér á landi. Hann viðaði að sér bókum, las þær vandlega, oft með pennann á lofti, svo að bækurnar bera þess persónuleg merki hver fór um þær höndum.

Veröld – hús Vigdísar var formlega opnað við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 20. apríl 2017. Af því tilefni er örsýning í safninu á bókunum sem munu verða aðgengilegar í Þjóðarbókhlöðu. Sýningunni lýkur 5. september.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Nína Tryggvadóttir – 100 ára minning

Nína Tryggvadóttir – 100 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Medúsa

Medúsa

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jólaútgáfur

Jólaútgáfur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
„Fræknustu sporin“

„Fræknustu sporin“

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall