Maístjarnan – ný ljóðabókaverðlaun

29.04.2017

Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn og Rithöfundasamband Íslands hafa stofnað til nýrra ljóðabókaverðlauna sem bera heitið Maístjarnan og verða veitt árlega, í fyrsta sinn 18. maí 2017. Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður og Kristín Helga Gunnarsdóttir formaður RSÍ undirrituðu samstarfssamning um ljóðaverðlaunin í Gunnarshúsi um leið og fyrstu tilnefningar til Maístjörnunnar voru kynntar. Tilnefndar bækur eru:

  • Eyþór Árnason fyrir Ég sef ekki í draumheldum náttfötum, Reykjavík: Veröld
  • Magnús Sigurðsson fyrir Veröld hlý og góð: ljóð og prósar, Reykjavík: Dimma
  • Sigurður Pálsson fyrir Ljóð muna rödd, Reykjavík: JPV
  • Sigurlín Bjarney Gísladóttir fyrir Tungusól og nokkrir dagar í maí, Reykjavík: Mál og menning
  • Þórdís Gísladóttir fyrir Óvissustig, Reykjavík: Benedikt

Tilnefndar bækur eru allar til sýnis í anddyri Þjóðarbókhlöðunnar.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall